Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 17:23
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski fékk gullskó Evrópu
Lewandowski skorar og skorar.
Lewandowski skorar og skorar.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski hefur fengið gullskó Evrópu fyrir tímabilið 2020-21 en hann skoraði 41 mark í þýsku Bundesligunni.

Gullskó Evrópu fær markahæsti leikmaður álfunnar.

Lewandowski, 33 ára, er aðeins annar leikmaðurinn úr þýsku deildinni sem fær þessi verðlaun. Hinn var Gerd Muller, goðsögn Bayern München, tímabilið 1971-72.

Lewandowski segir að verðlaunin séu tileinkuð því fólki sem stendur með honum alla daga.

Markafjöldi pólska sóknarmannsins á síðasta tímabili var sá hæsti síðan Cristiano Ronaldo fékk verðlaunin með Real Madrid 2015 en þá skoraði hann 48 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner