Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. október 2019 19:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael á skotskónum í sigri Midtjylland
Mikael kom Midtjylland á bragðið í dag.
Mikael kom Midtjylland á bragðið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Midtjylland styrkti stöðu sína á toppnum í dag með sigri á Randers í þrettándu umferð dönsku Superliga.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland. Mikael var fjarri góðu gamni þegar íslenska U21 árs landsliðið sigraði Írland í síðustu viku en hafði náð sér góðum fyrir leik dagsins.

Mikael spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar í 2-1 sigri. Mikael skoraði fyrra mark toppliðsins en hann jafnaði þá leikinn í 1-1. Markið kom á 57. mínútu eftir undirbúning frá Awer Mabil.

Midtjylland er með sigrinum með fjögurra stiga forskot á FC Kaupmannahöfn sem er í öðru sæti deildarinnar.

Midtjylland 2 - 1 Randers

Nói Snæhólm Ólafsson lék fyrstu 63 mínúturnar í slæmu 4 - 0 tapi Syrianska gegn Osters í sænsku Superettan.

Nói fékk gult spjald á 55. mínútu. Syrianska er í botnsæti deildarinnar eftir tapið en Osters var í því sæti fyrir leikinn í dag svo mikið var undir.

Osters 4 - 0 Syrianska
Athugasemdir
banner
banner