Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Obafemi Martins líður eins og táningi
Martins er fyrrum leikmaður Newcastle.
Martins er fyrrum leikmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images
Obafemi Martins er ekki á þeim buxunum að hætta í fótbolta.

Martins hefur verið án félagsliðs frá því í júní í fyrra. Hann er orðinn 34 ára gamall og yfirgaf hann Shanghai Shenhua eftir að meiðsli settu strik í reikninginn.

Martins, sem er fyrrum leikmaður Inter og Newcastle meðal annars, vonast til þess að ganga til liðs við nýtt félagslið fljótlega.

„Eftir meiðslin sem ég hlaut í Kína þá ráðlögðu mér margir að hætta í fótbolta, en ég sagði við sjálfan mig að ég hefði enn margt að bjóða," sagði Martins við Goal.

„Fótbolti er líf mitt; ég hugsa um fótbolta þegar ég borða, drekk og sef. Ég sé enga ástæðu til að hætta að gera eitthvað sem gerir mig ánægðan."

„Ég er 34 ára en ég mér líður eins og táningi," sagði hinn 34 ára gamli Martins.

Martins segist hafa fengið tilboð frá Bandaríkjunum, Kína og Sádí-Arabíu en hann sé enn að bíða eftir rétta tilboðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner