Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. janúar 2023 10:36
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Valur hefur áhuga á Lúkasi Loga
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur áhuga á að fá hinn nítján ára gamla Lúkas Loga Heimisson frá Fjölni en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Þessi spennandi sóknarleikmaður skoraði átta mörk í sautján leikjum fyrir Fjölni í Lengjudeildinni í fyrra og var valinn í lið ársins í deildinni.

Í október var Lúkas Logi spurður að því hvort hann væri að hugsa um að taka skrefið upp í Bestu deildina.

„Ég vil alltaf bæta mig og spila á eins háu getustigi og hægt er hverju sinni. Þannig ef að tækifærið gefst þá mun ég alltaf skoða þá möguleika sem eru í boði," sagði Lúkas Logi.

Hann spilaði gegn Val um daginn þegar Fjölnir vann óvæntan 1-0 sigur í viðureign liðanna í Reykjavíkurmótinu.
Útvarpsþátturinn - Adam Páls, íslensk tíðindi og Arsenal fær rödd
Athugasemdir
banner
banner