lau 10.sep 2022 13:11 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Lið ársins og bestu menn í Lengjudeildinni 2022
Fótbolti.net hefur fylgst grannt Lengjudeildinni í sumar eins og önnur tímabil. Fréttaritarar síðunnar og sérfræðingar hafa valið úrvalslið keppnistímabilsins og var það opinberað á X977 í hádeginu. Enn er tveimur umferðum ólokið en úrslitin eru ráðin; Fylkir og HK spila í Bestu deildinni á næsta ári. Hér að neðan má líta úrvalsliðið augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins valdir.
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Bruno Soares - HK
Leifur Andri Leifsson - HK
Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
Ívar Örn Jónsson - HK
Lúkas Logi Heimisson - Fjölnir
Marciano Aziz - Afturelding
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Kjartan Kári Halldórsson - Grótta
Stefán Ingi Sigurðarson - HK
Mathias Laursen - Fylkir
Varamenn:
Jón Ívan Rivine - Grótta (m)
Arnar Þór Helgason - Grótta
Atli Arnarson - HK
Gonzalo Zamorano - Selfoss
Benedikt Daríus Garðarsson - Fylkir
Þórður Gunnar Hafþórsson - Fylkir
Alexander Már Þorláksson - Þór
Þjálfari ársins: Ómar Ingi Guðmundsson - HK
Brynjar Björn Gunnarsson fór til Svíþjóðar í maí og Ómar Ingi tók þá við stýrinu og kláraði það verkefni að koma HK aftur upp. Eins og Ómar hefur sagt sjálfur þá á Brynjar risastóran þátt í þessum árangri en Ómar sýndi gríðarlega fagmennsku og ljóst að þessi ungi þjálfari er mjög öflugur.
Leikmaður ársins: Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
Miðvörðurinn hávaxni hefur borið fyrirliðabandið hjá Fylki og liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Auk þess hefur liðið skorað flest mörk allra og þar hefur hinn 29 ára gamli Ásgeir líka náð að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og er með fjögur mörk.
Efnilegastur: Kjartan Kári Halldórsson - Grótta
Þessi 19 ára sóknarleikmaður hefur farið á kostum á tímabilinu og mikið verið í umræðunni. Hann er með 14 mörk í deildinni þetta tímabilið en enginn leikmaður hefur skorað meira. Kjartan er Gróttumaður í húð og hár og hefur spilað fyrir U16 og U19 landslið Íslands. Ljóst er að félög í Bestu deildinni horfa löngunaraugum til hans.