mán 22. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gaman að sjá stráka sem maður þjálfaði ná þessu markmiði"
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson, sonur Jóa Kalla.
Ísak Bergmann Jóhannesson, sonur Jóa Kalla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn er í hópnum.
Bjarki Steinn er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða hefst í vikunni og er Ísland á meðal þáttökuþjóða í annað sinn.

Ísland er í riðli með Danmörku, Frakklandi og Rússlandi en riðill Íslands fer fram í Ungverjalandi.

„Þetta er rosalega gaman og stórt afrek hjá U21 landsliðinu að vera komnir í þessa lokakeppni. Það var frábært hjá Eiði Smára og Arnari að ná þessu," segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Fótbolta.net.

Jói Kalli hefur þjálfað fjóra leikmenn sem eru í hópnum; Bjarka Stein Bjarkason, Hörð Inga Gunnarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teit Þórðarson. Ísak, sem er 17 ára, er auðvitað sonur Jóa Kalla.

„Það er gaman að sjá stráka sem maður hefur þjálfað að ná þessum markmiði að keppa í lokakeppni á stórmóti með U21 landsliðinu. Sonur minn er einn af þeim og ég held að þeir séu allir stoltir að spila fyrir hönd Íslands á þessu móti."

„Það sem mér finnst líka gaman að sjá er framþróunin á þessum strákum. Þeir eru góðir í fótbolta og þetta eru miklir fagmenn sem ég hef þjálfað þarna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi hópur sé framtíðarkjarni fyrir okkar A-landslið. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því," segir Jói Kalli en Ísland hefur leik í Ungverjalandi á fimmtudaginn gegn Rússlandi.

Leikir U21 landsliðsins:

FIMMTUDAGUR 25. MARS
17:00 Rússland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
13:00 Ísland - Danmörk

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
16:00 Ísland - Frakkland

Hægt er að skoða hópinn sem fer á mótið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner