Liðin í Bestu deildinni eru á fullu að undirbúa sig fyrir átökin í sumar en tvær vikur eru í að deildin hefjist. Í dag voru tveir æfingaleikir hjá liðum í deildinni.
Fram heimsótti Selfoss og vann þar 1-3 útisigur á Lengjudeildarliði heimamanna.
Það voru þeir Magnús Ingi, Fred og Vuk sem skoruðu mörk Fram á Selfossi. Í byrjunarliði Framara var Simon Tibbling sem samdi við Fram í vikunni. Fram komst í 3-0 áður en Jón Vignir Pétursson minnkaði muninn fyrir heimamenn með góðu skoti.
Í Kórnum komu svo Skagamenn í heimsókn og gerðu þar 1-1 jafntefli við heimamenn í HK.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir gegn ÍA en markakóngur síðasta tímabils, Viktor Jónsson, jafnaði fyrir Skagamenn.
Fram heimsótti Selfoss og vann þar 1-3 útisigur á Lengjudeildarliði heimamanna.
Það voru þeir Magnús Ingi, Fred og Vuk sem skoruðu mörk Fram á Selfossi. Í byrjunarliði Framara var Simon Tibbling sem samdi við Fram í vikunni. Fram komst í 3-0 áður en Jón Vignir Pétursson minnkaði muninn fyrir heimamenn með góðu skoti.
Í Kórnum komu svo Skagamenn í heimsókn og gerðu þar 1-1 jafntefli við heimamenn í HK.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir gegn ÍA en markakóngur síðasta tímabils, Viktor Jónsson, jafnaði fyrir Skagamenn.
HK 1 -1 ÍA
1-0 Arnþór Ari Atlason
1-1 Viktor Jónsson
Selfoss 1 - 3 Fram
0-1 Magnús Ingi Þórðarson
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic
0-3 Fred
1-3 Jón Vignir Pétursson
Athugasemdir