Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mán 22. maí 2017 14:17
Magnús Már Einarsson
Elvar Geir Magnússon
Milos tekur við Breiðabliki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic er tekinn við sem þjálfari Breiðabliks en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings á föstudaginn en hann er nú orðinn þjálfari Breiðabliks.

Olgeir Sigurgeirsson, leikjahæsti leikmaður meistaraflokks Breiðabliks, verður aðstoðarþjálfari liðsins.

„Milos er reynslumikill þjálfari, einn af fáum þjálfurum á Íslandi með UEFA Pro gráðu. Breiðablik hlakkar til samstarfsins við Milos og býður hann velkominn til starfa," segir á Blikar.is.

Milos tekur við af Arnari Grétarssyni sem var rekinn frá Breiðabliki eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni.

Sigurður Víðisson hefur stýrt liðinu í undanförnum leikjum ásamt Úlfari Hinrikssyni og Páli Einarssyni. Þeir voru við stjórnvölinn þegar Breiðablik lagði Víking R. 3-1 í gærkvöldi.

„Stjórn knattspyrnudeildar vil sérstaklega þakka Sigurði Víðissyni frábært og óeigingjarnt starf við þjálfun liðsins tímabundið, og einnig öðrum samstarfsmönnum í þjálfarateyminu þeim Páli Einarssyni og Úlfari Hinrikssyni," segir á Blikar.is.

Milos stýrir Breiðabliki í sínum fyrsta leik á sunnudagskvöld en liðið mætir þá Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner