Axel Óskar Andrésson er varnarmaður úr Mosfellsbænum. Hann lék með Aftureldingu sumarið 2014 en samdi um haustið við enska félagið Reading. Hjá Reading var Axel þangað til árið 2018 en þá fór hann á lán til Stavanger í Noregi.
Hann skipti svo alfarið yfir til Noregs í janúar 2019. Axel á að baki tvo A-landsliðsleiki, þeir komu báðir í janúarverkefninu fyrir rúmlega ári síðan. Áður hafði Axel leikið 46 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Í dag sýnir Axel á sér hina hliðina.
Hann skipti svo alfarið yfir til Noregs í janúar 2019. Axel á að baki tvo A-landsliðsleiki, þeir komu báðir í janúarverkefninu fyrir rúmlega ári síðan. Áður hafði Axel leikið 46 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Í dag sýnir Axel á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Axel Óskar Andrésson
Gælunafn: Nebbi/Skari skrípó
Aldur: 22
Hjúskaparstaða: á föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014 með Aftureldingu
Uppáhalds drykkur: Norskur drykkur sem heitir Urge. Gæði!
Uppáhalds matsölustaður: Það hlýtur að vera Nings
Hvernig bíl áttu: Er að leigja Opel Astra hérna í Noregi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits og Breaking bad eru bestir. Er að horfa á Money Heist eins og er. Mæli með
Uppáhalds tónlistarmaður: Lewis Capaldi er með góðan barka
Fyndnasti Íslendingurinn: allavega ekki Ægir Jarl Jónasson!
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, kíwí og sykurhúðaðar hnetur
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: I think it would be good to do a light session tonight and can you message me the status in the morning?
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hajduk Split
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Tammy Abraham hefur skorað 8 mörk í 6 leikjum á móti mér svo erfitt að segja annan
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jaap Stam
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Mason Mount. Elduðum grátt silfur á Reading tímum mínum
Sætasti sigurinn: Það var á móti Kongsvinger í norsku B deildinni. Seinasti leikur tímabilsins og komumst upp með þeim sigri.
Mestu vonbrigðin: Slíta krossband í fyrsta leik á seinasta tímabili.
Uppáhalds lið í enska: Chelsea
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Ægir Jarl Jónasson
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jökull Andrésson bróðir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Gauti Ragnarsson hefur hrifið marga með sinn silkimjúka skalla
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þetta er nó comment
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Eiður Smári
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hörður Ingi löpp án vafa. Hann var sísnappandi stelpur öll helvítis kvöld og hélt fyrir mér vöku.
Uppáhalds staður á Íslandi: Mosfellsbær hefur endalaust gott upp á að bjóða!
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik með Aftureldingu í annarri deildinni þá spilaði ég gegn Ægi Þorlákshöfn og fékk 2 þung pungskot í mig. Erfiður dagur.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tik tok hefur tekið yfir mig seinustu mánuði
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: örlítið með NBA en annars er það bara boltinn
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ekki sá sterkasti í stærðfræðinni
Vandræðalegasta augnablik: Kom inná seinustu 10 mínúturnar á móti Katar í u21 leik og fékk rautt eftir 3 mín. Eiður Smári lét mig segja brandara fyrir framan hópinn og því miður stamaði ég mig í gegnum tómata brandarann
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ægir Jarl kæmi til að byggja yfir okkur þak, Sigurjón Markússon leikmaður Hauka myndi sjá um matargerð, og Ásgrímur Bjarnason leikmaður Ægis er engin mannvitsbrekka en myndi halda góðum móral
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Pabbi vann sterkasti maður Evrópu í denn
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ari Leifsson. Frábær miðvörður sem hefur bætt sig gríðarlega mikið á seinustu árum
Hverju laugstu síðast: Ekkert kemur upp í hugann!
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: teygja og hita upp
Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Erum byrjaðir að æfa aftur, þannig æfing 8:30, heim í tjill með konunni, dýralæknisfræðin tekur sinn tíma dags, svo á kvöldin er það COD warzone. Repeat.
Athugasemdir