Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. maí 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu einskæra gleði Guardiola eftir þriðja markið
Mynd: Getty Images

Manchester City átti sögulega endurkomu í enska boltanum í dag eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í lokaumferðinni gegn Aston Villa.


Man City sneri stöðunni við á nokkrum mínútum eftir að Ilkay Gündogan kom inn af bekknum.

Þýski miðjumaðurinn gjörbreytti leiknum og skoraði tvö mörk í endurkomunni. Þetta var í fyrsta sinn í sautján ár sem City vann úrvalsdeildarleik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Pep Guardiola áttaði sig eflaust ekki á þeirri tölfræði þegar Gundogan fullkomnaði endurkomuna en gleðin sem stjórinn upplifði var sönn og braust út í skemmtilegum fagnaðarlátum sem minna helst á lítinn strák sem fékk stærsta pakkann á jólunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner