Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Gummi Kristjáns mætti óvænt í búning varamarkmannsins í seinni hálfleik
Guðmundur ræðir við Ívar Orra Kristjánsson dómara í gær.
Guðmundur ræðir við Ívar Orra Kristjánsson dómara í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar bauð upp á óvenjulega samsetningu á búningasetti í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu-deild karla í gærkvöldi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Guðmundur hóf leikinn í búningasetti númer 5 eins og venjan er en þegar komið var inn í seinni hálfleikinn hafði staðan breyst verulega.

Hann var þá kominn í treyju númer 13 með nafni varamarkmannsins Mathias Rosenörn á bakinu og í stuttbuxum númer 10 af Hilmari Árna Halldórssyni sem var meiddur.

Það gekk á ýmsu í veðrinu á meðan leiknum stóð og á tímabili gerði hellidembu. Líklegt verður að teljast að Guðmundur hafi valið að skipta um sett á meðan hann hlýddi á hálfleiksræðu þjálfarans.

Þetta var reyndar ekki eina búningavesenið í gær en Viktor Örn Margeirsson mætti inn í seinni hálfleikinn í ónúmeraðri treyju. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner
banner