,,Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir okkur, við náðum góðum tökum á honum og skorum snemma.‘‘ Sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals eftir 0-1 útisigur á Þór. „Í seinni hálfleik leysist þetta í lengri bolta og kýlingar eiginlega allan hálfleikinn. Við ætluðum ekkert viljandi að fara beint í það en þegar leið á leikinn þá þéttum við raðirnar og reyndum að halda þeim frá okkar marki.“
Lestu um leikinn: Þór 0 - 1 Valur
Var þetta eftir uppskrift?
„Já svona, auðvitað vildum við gera betur fótboltalega en megin markmiðið í dag var að sækja þrjú stig og ná upp baráttu og vilja sem einkenndi okkur í upphafi móts.“
Haukur Páll fékk högg í leiknum og varð að fara útaf eftr um 60 mínútna leik, er vitað hver staðan er á honum?
„Hann var bara alveg úti, svimaði og treysti sér ekki til að spila áfram. Við verðum bara að vona að þetta sé eitthvað smotterí en óttumst að þetta sé heilahristingur. Við sjáum það ef hann fer að æla í rútunni.“
Nánar er rætt við Magnús í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir