Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
   sun 22. júní 2014 19:51
Kristján Blær Sigurðsson
Maggi Gylfa: Sjáum það ef hann fer að æla í rútunni
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
,,Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir okkur, við náðum góðum tökum á honum og skorum snemma.‘‘ Sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals eftir 0-1 útisigur á Þór. „Í seinni hálfleik leysist þetta í lengri bolta og kýlingar eiginlega allan hálfleikinn. Við ætluðum ekkert viljandi að fara beint í það en þegar leið á leikinn þá þéttum við raðirnar og reyndum að halda þeim frá okkar marki.“

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Valur

Var þetta eftir uppskrift?
„Já svona, auðvitað vildum við gera betur fótboltalega en megin markmiðið í dag var að sækja þrjú stig og ná upp baráttu og vilja sem einkenndi okkur í upphafi móts.“

Haukur Páll fékk högg í leiknum og varð að fara útaf eftr um 60 mínútna leik, er vitað hver staðan er á honum?
„Hann var bara alveg úti, svimaði og treysti sér ekki til að spila áfram. Við verðum bara að vona að þetta sé eitthvað smotterí en óttumst að þetta sé heilahristingur. Við sjáum það ef hann fer að æla í rútunni.“

Nánar er rætt við Magnús í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir