Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja sinn sem England tekur efsta sætið
Enska liðið skoraði aðeins tvö mörk í riðlakeppninni
Enska liðið skoraði aðeins tvö mörk í riðlakeppninni
Mynd: EPA
Enska landsliðið tók efsta sæti D-riðils Evrópumótsins með 1-0 sigri á Tékklandi í kvöld en þetta er í þriðja sinn sem þjóðinni tekst að gera það.

Enska liðið endaði með 7 stig í D-riðlinum en Króatía hafnaði í 2. sæti með 4 stig.

Liðið setti met um leið en aldrei áður hefur lið skorað aðeins tvö mörk tekið toppsætið í riðlakeppni Evrópumótsins.

Þetta er þá í þriðja sinn sem England er í efsta sæti í riðlakeppni en árið 1996 gerði liðið slíkt hið sama. England fór þá alla leið í undanúrslit en tapaði fyrir Þýskalandi.

Englendingum tókst að vinna riðil sinn á EM 2012 en datt út í 8-liða úrslitum fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner