Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter hættir við Florida Cup - Man City ekki til Frakklands
Mynd: epa
Mynd: EPA
Inter og Arsenal hafa dregið sig úr Florida Cup æfingamótinu vegna Covid-19 faraldursins. Arsenal hætti við æfingaferð til Bandaríkjanna eftir að nokkrir í hópnum greindust með veiruna.

Inter dró sig úr mótinu í kjölfarið vegna áhættunar sem fylgir því að ferðast milli heimsálfa í miðjum heimsfaraldri. Liðin áttu að taka þátt í mótinu í Orlando ásamt Everton og kólumbíska félaginu Millonarios.

Skipuleggjendur æfingamótsins ætla ekki að hætta við mótið. Viðureign Everton og Millonarios mun fara fram samkvæmt áætlun og er verið að vinna í að semja við önnur félög um að taka pláss Arsenal og Inter í mótinu.

Arsenal greindi ekki frá því hversu mörg smit væru í hópnum eða hvort einhver leikmaður hafi smitast. Af þeim sem eru smitaðir er enginn búinn að finna fyrir veikindum.

Skipuleggjendur segjast vera miður sín varðandi ákvörðun Inter að taka ekki þátt í mótinu. Þeir skilja að Arsenal geti ekki ferðast eftir að smit komu upp í búbblunni.

Svipaða sögu er að segja af Manchester City sem getur ekki spilað æfingaleik við franska félagið Troyes vegna nýrra sóttvarnarreglna.

Allir þeir sem koma til Englands eftir dvöl í Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví, en lærisveinar Pep Guardiola geta ekki leyft sér það á undirbúningstímabilinu. Liðin áttu að mætast 31. júlí en hætt hefur verið við leikinn.

Fyrsti æfingaleikur City í sumar verður á heimavelli gegn Preston North End 27. júlí en hann þarf að spila fyrir luktum dyrum vegna Covid smita innan herbúða City.

City á svo leik við Leicester um Góðgerðarskjöldinn 7. ágúst og hefur úrvalsdeildartímabilið á stórleik gegn Tottenham 15. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner