De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Þór er kominn inná eftir langa fjarveru
watermark
Mynd: Lyngby

Lyngby er þessa stundina að gera 1-1 jafntefli við Vejle í efstu deild danska boltans og er Gylfi Þór Sigurðsson kominn inn af varamannabekknum á 71. mínútu.


Gylfi Þór, sem er einn af betri leikmönnum í íslenskri fótboltasögu, er að spila sinn fyrsta keppnisleik í fótbolta síðan 23. maí 2021, skömmu áður en rannsókn hófst vegna ásakana um kynferðisbrot.

Af óútskýrðum ástæðum tók málaferlið gríðarlega langan tíma hjá breskum yfirvöldum en málið var að lokum látið falla niður. Gylfi ákvað að kæra ekki bresk yfirvöld fyrir framferði sitt og er búinn að skrifa undir samning við Íslendingalið Lyngby.

Hjá Lyngby leikur hann undir stjórn Freys Alexanderssonar en í dag var honum skipt inn fyrir Sævar Atla Magnússon, í leik þar sem Andri Lucas Guðjohnsen gerði mark heimamanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner