KSÍ, Blindrafélagið og Samtök íþróttafréttamanna skrifuðu í vikunni undir samstarfssamning vegna sjónlýsingar á A-landsleikjum Íslands í fótbolta.
Samningurinn felur í sér að félagsmenn Blindrafélagsins geta sótt um þjónustuna á öllum landsleikjum á Laugardalsvelli hjá A-landsliðum karla og kvenna í fótbolta.
Samningurinn felur í sér að félagsmenn Blindrafélagsins geta sótt um þjónustuna á öllum landsleikjum á Laugardalsvelli hjá A-landsliðum karla og kvenna í fótbolta.
Fyrsta sjónlýsingin á knattspyrnuleik á Íslandi fór fram þann 17. júní þegar A-landslið karla tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sá um lýsinguna á vegum Samtaka íþróttafréttamanna.
Í kvöld spilar íslenska kvennalandsliðið við Wales og verður hægt að sækja þessa flottu þjónustu á þeim leik.
Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Laugardalsvelli.
Athugasemdir