Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet fékk heiðursverðlaun - Margrét Lára sendi kveðju
Mynd: Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir var í kvöld valin þjálfari ársins í Svíþjóð eftir mjög svo gott tímabil Kristianstad.

Elísabet fékk líka heiðursverðlaun Aftonbladet fyrir sitt framlag til sænskrar kvennaknattspyrnu. RÚV segir frá þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt.

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009 en í ár náði liðið sínum besta árangri í sögunni. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti og mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari Kristianstad og meðal leikmanna liðsins eru Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir.

Með því að smella hérna má sjá myndband sem gert var fyrir Elísabetu þar sem margir aðilar þakka henni fyrir hennar störf. Þar á meðal er markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner