Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
   mán 22. desember 2025 10:58
Elvar Geir Magnússon
Guardiola ætlar að vigta leikmenn eftir jólin
Erling Haaland og Pep Guardiola.
Erling Haaland og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola segir að leikmenn Manchester City verði vigtaðir í sérstakri skoðun til að ákveða hvort þeir séu í standi til að spila gegn Nottingham Forest þann 27. desember.

City vann West Ham 3-0 á laugardaginn í sínum síðasta leik fyrir jól. Leikmenn voru líka vigtaðir fyrir þann leik.

„Þegar þeir koma til baka eftir þriggja daga frí vil ég sjá hvernig staðan er á þeim. Þeir mega borða en við þurfum að fylgjast með. Ef leikmaður er til dæmis orðinn þremur kílóum þyngri þá fer hann ekki með í leikinn við Nottingham Forest," segir Guardiola.

Guardiola hefur alltaf verið strangur þegar kemur að líkamlegu ástandi leikmanna og árið 2016 setti hann nokkra leikmenn til hliðar þar til þeir myndu ná niður í ákveðna þyngd.

Árið 2022 bað hann Kalvin Phillips afsökunar á því að hafa sagt að hann væri of þungur þegar hann kom frá HM í Katar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner