Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   sun 11. janúar 2026 15:30
Kári Snorrason
Gerðu hið ótrúlega mánuði eftir að liðsfélagi þeirra lét lífið
Macclesfield lagði bikarmeistarana af velli í gær.
Macclesfield lagði bikarmeistarana af velli í gær.
Mynd: Macclesfield FC
Ethan McLeod lést í bílslysi þegar hann ferðaðist heim eftir leik liðsins í desember.
Ethan McLeod lést í bílslysi þegar hann ferðaðist heim eftir leik liðsins í desember.
Mynd: Macclesfield
Utandeildarliðið Macclesfield sýndi fram á það að töfrar bikarsins eru enn við lýði er þeir lögðu ríkjandi bikarmeistara Crystal Palace af velli 2-1 í gærdag.

Macclesfield er ekki nema 117 sætum neðar en Crystal Palace ef litið er til deildarsæta liðanna og teljast úrslitin ein þau óvæntustu í sögu bikarsins.

Sigur liðsins fær þó enn meiri merkingu í ljósi þess að Ethan McLeod, leikmaður liðsins, lést aðeins 21 árs að aldri í bílslysi í desember.

Foreldrar McLeod voru viðstaddir leikinn og hittu liðið í búningsklefanum að leik loknum. Formaður félagsins, Rob Smethurst, sagði stundina afar tilfinningaþrungna og að McLeod hefði verið eins og tólfti maður liðsins.

„Ég greip foreldrana hans og sagði: þetta er augnablikið ykkar. Ég fór með þau inn í búningsklefann. Þetta var afar tilfinningaþrungið, við afhentum þeim skóna hans Ethan sem hann hafði spilað í en skilið eftir hjá félaginu. Þetta var mjög snertandi augnablik og jafnframt afar sárt.“

„Við höfum gengið í gegnum eitt það erfiðasta sem við höfum nokkru sinni upplifað sem lið og samfélag, að missa svona yndislegan strák. Þetta var mjög hjartnæm stund og hann mun vera með okkur að eilífu. Strákarnir réttu úr kútnum og hann var tólfti maður okkar í gær,“
sagði formaðurinn í samtali við breska ríkisútvarpið.
Athugasemdir
banner