Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 15:00
Kári Snorrason
„Komið mér á óvart að lið í efri deildum hafi ekki tekið séns á honum“
Hrannar Bogi hefur verið aðalþjálfari Augnabliks síðustu þrjú tímabil.
Hrannar Bogi hefur verið aðalþjálfari Augnabliks síðustu þrjú tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Darri er fæddur árið 2001.
Darri er fæddur árið 2001.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stjarnan hefur fengið tvær viðbætur frá Augnabliki, venslaliði Breiðabliks. Hrannar Bogi Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Jökuls Elísabetarsonar og markvörðurinn Darri Bergmann Gylfason er nýr í herbúðum Garðbæinga.

Hrannar og Jökull þekkjast vel eftir að hafa verið saman hjá Augnabliki á sínum tíma. Jökull sem þjálfari og Hrannar sem fyrirliði. Þá æfði Darri með Stjörnunni veturinn 2022.

Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson um Hrannar og Darra, einnig var rætt um leikmannamál við Jökul og verður það birt á síðunni síðar í dag.

„Ég hef pælt mikið í þessum málum síðustu tvö ár, og ég held að það sé ekki til einstaklingur sem ég væri frekar til í að fá í þetta. Hann er rosalega öflugur. Það sem vegur kannski þyngst er hvernig hann horfir á fólk og á hluti sem skipta mestu máli í lífinu. Ég hef sagt það áður að hann er einn efnilegasti þjálfari landsins. Það hefur komið mér á óvart að lið í efri deildum hafi ekki tekið séns á honum. Hann býr yfir mörgu sem er eftirsóknarvert í manneskju.

Hann var kominn í nokkuð stórt hlutverk innan Breiðabliks, ég gat ekki heyrt annað en að þeir höfðu miklar mætur á honum, þó svo að þeir voru ekki með þetta hlutverk fyrir hann. Það er yfirleitt með öfluga menn að þeir komast í stærri hlutverk með tímanum. Ég held að það hljóti að vera mikill missir af honum þaðan.“


Samkeppni um allar markvarðarstöður
„Darri er mjög góður markvörður og góður karakter. Hann kemur inn í hörkusamkeppni um allar markvarðarstöður. Við erum með nokkra markverði og hann fer í samkeppni um þetta allt saman. Darri hefur áður æft með okkur áður, fengum hann inn í tvo mánuði einn veturinn.

Það verður gaman að sjá hvernig hann þróast og hvernig hann bregst við þegar hann fær Rajko (Stanisic) á sig þegar hann kemur til baka og hvernig hann bætir sig undir honum. Rajko auðvitað gríðarlega öflugur og ég held að allir markmenn sem hafa verið undir Rajko hafa bætt sig, þannig að þetta verður spennandi,“
sagði Jökull að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner