Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 23. janúar 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svo er það undir þjálfaranum komið hver spilar"
Varði mark Keflavíkur í 25 leikjum í Bestu deildinni í fyrra.
Varði mark Keflavíkur í 25 leikjum í Bestu deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifar undir þriggja ára samning.
Skrifar undir þriggja ára samning.
Mynd: Stjarnan
„Ég var strax spenntur að heyra frá Stjörnunni, ég kann að meta leikstílinn og ég hef heyrt mikið af góðum hlutum um félagið," sagði Mathias Rosenörn við Fótbolta.net í dag.

Rosenörn samdi við félagið í síðustu viku og skrifaði undir þriggja ára samning. Danski markvörðurinn kemur til Stjörnunnar eftir að hafa varið mark Keflavíkur á síðasta tímabili.

Hann er þrítugur og varð tvisvar færeyskur meistari með KÍ Klaksvík áður en hann hélt til Íslands. Á sínum tíma lék hann fjóra leiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

Hann segir að fleiri íslensk félög hafi sýnt áhuga í vetur, en Stjarnan varð niðurstaðan.

Það vekur athygli að Stjarnan fái til sín leikmann erlendis frá til að veita Árna Snæ Ólafssyni samkeppni. Árni átti frábært tímabil í fyrra og var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolti.net.

Vonastu til að spila stórt hlutverk í liðinu í sumar?

„Auðvitað vonast ég til þess, annars væri ég sennilega ekki fótboltamaður. En á sama tíma verður hugarfarið ekki þannig að ég verði að spila hlutverk í sumar - þetta snýr meira að því að vinna í hlutum sem ég get bætt á hverjum degi og þróa mig áfram sem leikmaður. Svo er það undir þjálfaranum komið að taka ákvörðun um hver spilar."

„Þegar allt kemur saman þá snýst þetta um að allur hópurinn stefni í sömu átt og aðalmarkmiðið er að liðið þróist og verði betra og að Stjarnan vinni fótboltaleiki."


Þú skrifar undir þriggja ára samning þegar það er ískalt hér á Íslandi, ertu ruglaður? Eða kanntu bara svona vel við þig á Íslandi?

„Þetta var í raun auðveld ákvörðun, jafnvel þó að það geti verið ískalt og vindasamt. Ég þurfti félag sem er með sama metnað og ég og á sama tíma vildi ég stöðugleika fyrir mig og fjölskylduna upp á framhaldið. Ég er mjög spenntur að vera orðinn hluti af Stjörnunni og hlakka til að eiga heima í Garðabæ," sagði Rosenörn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner