Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 04. nóvember 2023 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rosenörn: Óánægður með þær aðstæður sem ég var að spila í
Hélt hreinu fjórum sinnum á tímabilinu.
Hélt hreinu fjórum sinnum á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík var í brasi og vann ekki sigur í fimm og hálfan mánuð.
Keflavík var í brasi og vann ekki sigur í fimm og hálfan mánuð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenörn segir að að það sem hann hafði samið um áður en hann kom hafi breyst áður en tímabilið hófst.
Rosenörn segir að að það sem hann hafði samið um áður en hann kom hafi breyst áður en tímabilið hófst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti frábær ár í Færeyjum en fjölskyldan vildi prófa eitthvað nýtt.
Átti frábær ár í Færeyjum en fjölskyldan vildi prófa eitthvað nýtt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klaksvík er að gera mjög eftirtektarverða hluti.
Klaksvík er að gera mjög eftirtektarverða hluti.
Mynd: Getty Images
Mathias Rosenörn gekk í raðir Keflavíkur fyrir tímabilið 2023 eftir að hafa varið mark KÍ Klaksvíkur í Færeyjum tímabilin á undan. Danski markvörðurinn er þrítugur og hafði áður spilað í heimalandinu.

Rosenörn ræddi við Fótbolta.net og var hann spurður út í ákvörðunina að koma til Íslands, tímabilið og ýmislegt fleira. Keflavík átti erfitt tímabil og var nokkuð snemma ljóst að liðið væri á niðurleið í Lengjudeildina. Heilt yfir var Rosenörn þó álitinn einn af bestu mönnum liðsins á tímabilinu.

Fyrsta spurning var út í ákvörðunina að semja við Keflavík. Vissi hann að Keflavík hefði misst marga lykilmenn frá tímabilinu á undan? Mathias hafði úr fleiri möguleikum að velja en ákvað að velja Keflavík.

„Við fjölskyldan vildum prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt. Það var það sem heillaði mest við að fara til Keflavíkur og þeir buðu okkur pakka sem á þeim tíma leit út fyrir að passa vel fyrir okkur. Ég var með aðra kosti og áður en ég skrifaði undir vissi ég í raun ekki mikið um Keflavík," sagði Rosenörn. Hvað áttu við með „á þeim tíma"? Breyttist eitthvað eða var það út af því hvernig tímabilið spilaðist?

„Pakkinn breyttist áður en tímabilið hófst. Sá hluti pakkans hafði því ekkert með það að gera hvernig hlutirnir voru innan vallar," sagði Rosenörn en vildi ekki fara dýpra í málið.

Hann fór á reynslu hjá Njarðvík fyrir tímabilið 2018 en samdi ekki við félagið. Þar var hann í herbergi með Luka Jagacic sem er í dag yfirmaður fótboltamála í Keflavík og var tenging félagsins við leikmanninn í aðdraganda skiptanna síðasta vetur.

Erfitt að vera sáttur þegar þú fellur
Hvernig horfir þú til baka á tímabilið?

„Þetta var erfitt tímabil þar sem mjög mikið olli vonbrigðum. Ég vann hart að því að vera sannur sjálfum mér og gefa allt í alla leiki þó að ég hafi ekki verið ánægður með þær aðstæður sem ég var að spila í, og ég er glaður með hafa náð að gera það. Það er erfitt að segja að ég hafi verið sáttur með mína persónulegu spilamennsku þegar ég spila í liði sem fellur."

„Nei, það kom mér í raun ekkert á óvart í deildinni. Það eru margir gæðaleikmenn í deildinni sem var eitthvað sem ég bjóst við."


Aðspurður vildi hann ekki tjá sig frekar um þær aðstæður sem hann var að spila í. En var eitthvað eftirminnilegra en annað?

„Það er alltaf eftirminnilega að ferðast til nýs lands og að búa til ný vinasambönd. Það er eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir."

Kynntist frábæru fólki
Hvernig var tíminn í Keflavík?

„Hann var áskorun en það voru líka góð augnablik. Við glímdum við fjölskylduvandamál sem við áttum ekki von á og gerði hlutina aðeins erfiðari áður en við fórum til Íslands. En ég reyni að einbeita mér að góðu hlutunum sem lífið gefur mér og við eignuðumst nokkra mjög góða vini og kynntumst frábæru fólki sem ég ber ekkert nema virðingu fyrir og þakklæti til, fólk sem hjálpaði okkur að aðlagast og kom fram við okkur eins og þeirra eigin fjölskyldu."

„Munurinn á Íslandi og Færeyjum er stærðin, Ísland er miklu stærra og Reykjavík er nálægt - sem bíður upp á fleiri möguleika í lífinu utan fótboltans."


Útilokar ekki að spila áfram á Íslandi
Er möguleiki að þú spilir áfram á Íslandi?

„Það er ennþá möguleiki að við komum aftur til Íslands - tíminn mun leiða það í ljós."

Átti draumatímabil í Færeyjum
Rosenörn segir að hann hafi verið meðvitaður um að hann var ekki að taka skref upp á ferlinum þegar hann skrifaði undir í Keflavík eftir að hafa spilað með langbesta liði Færeyja þar á undan. Hann setti tímabilið 2022 met í Færeyjum þegar hann fékk einungis á sig sjö mörk allt tímabilið.

„Það var mín ákvörðun að fara frá KÍ, við áttum draumatímabil hjá KÍ og það var erfitt að fara þaðan eftir tvö góð ár og vorum að spila í Evrópu á hverju tímabili. En við sem fjölskylda vorum að leitast eftir að prófa eitthvað nýtt og stundum vinnuru og stundum læriru. Þetta ár hefur verið lærdómur, en það er líka fegurðin við lífið - þú getur fengið verðmæta reynslu út úr mótlæti."

Frábært að sjá gott gengi KÍ
KÍ er að spila í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og vann um daginn sigur eftir að hafa þar á undan tekið stig gegn Lille.

„Auðvitað fylgist ég með þeim - margir góðir vinir mínir eru enn þar og ég mun alltaf hafa félagið og bæinn Klaksvík nálægt hjarta mínu. Gengi þeir kemur mér í raun ekki á óvart. Kúltúrinn sem hefur verið byggður upp hjá félaginu yfir síðustu 5-7 árin er eitthvað annað, sérstakur. Félagið fær mikinn stuðning frá bænum. Þeir eru með gæðaleikmenn í hópnum og ef þú vanmetur þá, þá refsa þeir. Það er frábært að sjá hvernig þeir eru að spila þessa stundina!" sagði Rosenörn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner