Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. febrúar 2021 20:30
Aksentije Milisic
Gasperini blæs til sóknar gegn Real
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, segir að lið hans ætli ekki að breyta um leikstíl þegar það mætir Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Hann vill að lið hans haldi áfram að spila sóknarbolta þrátt fyrir að það sé að mæta stórliði. Liðin mætast í Bergamo en leikmannahópur Real Madrid er þunnskipaður. Gasperini segir það ekki skipta máli.

„Við verðum að halda okkur við gildin og spilamennsku okkar gegn Real. Það kom okkur alla þessa leið og er að halda okkur í baráttunni í Serie A," sagði Gasperini.

„Við viljum spila gegn bestu liðum heims og við ætlum að gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun."

Karim Benzema, Eden Hazard, Sergio Ramos, Dani Carvajal og Marcelo verða allir fjarverandi á morgun.

„Það væri best að vinna leikinn en við verðum að fara varlega. Við erum ekki sigurstranglegra liðið í þessari viðureign. Real er stórhættulegt lið þó það vanti nokkra leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner