Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þær eru hugsanlega með besta leikmanninn í deildinni"
Brookelyn í leik með HK á undirbúningstímabilinu.
Brookelyn í leik með HK á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
HK hefur styrkt sig vel fyrir Lengjudeild kvenna í sumar. Félagið samdi í janúar við bandaríska framherjann Brookelynn Entz um að spila með liðinu í sumar, en það var rætt um það í Heimavellinum í vikunni að hún verði hugsanlega besti leikmaður deildarinnar í sumar.

Brookelyn, sem er 24 ára gömul, spilaði með Íslands- og bikarmeisturum Vals í fyrra. Hjá Val náði Brookelynn ekki að festa sig almennilega í sessi í byrjunarliðinu en tók þó þátt í 14 leikjum og skoraði eitt mark.

„Þær eru hugsanlega með besta leikmanninn í deildinni. Það gæti verið," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir í Heimavellinum á dögunum og átti þar við Brookelyn en búist er við því að hún eigi betra sumar í ár en í fyrra.

„Hún er mjög góð. Þær fengu hana frá Val. Hún var svolítið óheppin hjá Val að hún meiddist. Það sem ég hef séð og það sem ég hef frétt, þá er hún alveg ótrúlega góður leikmaður."

„Ég held að hún sé líka svakalega 'professional' og það er eitthvað sem HK þarf, svona leikmann inn á æfingu - lyftir þessu upp á hærra plan og ýtir öðrum upp," sagði Rakel Logadóttir í þættinum.

HK, sem er spáð góðu gengi í sumar, krækti líka í sóknarmanninn Guðmundu Brynju Óladóttur frá KR.

„Þær eru líka búnar að fá leikmann sem getur skorað helling af mörkum í þessari deild í Gummu," sagði Guðrún Jóna en Guðmunda Brynja er búin að vera óheppin með meiðsli. Það kom fram í þættinum að henni líði betur núna en hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Lengjudeildina 2023
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner