Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild kvenna: FH tók þrjú stig á Króknum
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði mark FH.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði mark FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tindastóll 0 - 1 FH
0-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('55 )
Lestu um leikinn

Annar leikur sumarsins í Bestu deild kvenna var að klárast en þar hafði FH betur gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað til dagsins í dag.

FH er spáð góðu gengi í sumar en þær voru í fjórða sæti í spá Fótbolta.net fyrir tímabilið. Tindastóll var í áttunda sæti í spánni.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en snemma í seinni hálfleiknum kom Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir FH yfir með þrumuskoti.

Það reyndist eina mark leiksins og FH náði að landa góðum sigri á Króknum.

Það eru þrír aðrir leikir í kvöld og eru þeir allir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner