Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   mið 23. apríl 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Milljarðamæringur kemur inn í eigendahóp Everton
Nýr heimavöllur Everton sem tekinn verður formlega í notkun á næsta tímabili.
Nýr heimavöllur Everton sem tekinn verður formlega í notkun á næsta tímabili.
Mynd: EPA
Bandaríski milljarðamæringurinn Christopher Sarofim er kominn inn í eigendahóp Everton. Þessi 62 ára sjóðsstjóri á einnig hlut í NFL-félaginu Houston Texans.

Sarofim mun fá áheyrnarsæti í stjórn Everton en persónuleg auður hans er sagður vera meira en 3,7 milljarðar dala.

Guardian segir að fleiri fjárfestar muni bætast við eigendahópinn.

Það eru nýir tímar að ganga í garð hjá Everton þar sem félagið er að flytja á nýjan 53 þúsund manna leikvang við Bramley-Moore bryggjuna.
Athugasemdir