Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2024 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Fjölnir með öruggan sigur á Þrótti - Agaleg markmannsmistök
Lengjudeildin
Axel Freyr Harðarson skoraði skrautlegt mark
Axel Freyr Harðarson skoraði skrautlegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson ('52 )
2-0 Axel Freyr Harðarson ('57 )
3-0 Máni Austmann Hilmarsson ('72 , víti)
3-1 Izaro Abella Sanchez ('74 )
Lestu um leikinn


Fjölnir er komið á toppinn í Lengjudeildinni í bili að minnsta kosti eftir sigur á Þrótti í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Fjölnismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik og Axel Freyr Harðarson bætti öðru markinu við en það var ansi skrautlegt mark.

Þórhallur Ísak Guðmundsson markvörður Þróttar ætlaði að reyna leika á Axel en Fjölnismaðurinn náði boltanum og rúllaði honum í opið markið.

Máni Austmann bætti þriðja markinu við úr vítaspyrnu. Izaro Abella Sanchez klóraði í bakkann fyrir Þrótt en nær komust þeir ekki. Þróttur er aðeins með eitt stig.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner