Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
Chelsea til í að slást við City um Grealish
Powerade
Jack Grealish í leik með Aston Villa.
Jack Grealish í leik með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Mbappe kemur við sögu í pakkanum.
Mbappe kemur við sögu í pakkanum.
Mynd: EPA
Lánaður til Norwich?
Lánaður til Norwich?
Mynd: Getty Images
Grealish, Mbappe, Sterling, Ramos, Haaland, Gilmour og fleiri í slúðurpakkanum þennan miðvikudaginn.

Chelsea er tilbúið að berjast við Manchester City um að fá enska miðjumanninn Jack Grealish (25) frá Aston Villa. Grealish lagði upp sigurmark Englands gegn Tékklandi á EM í gær. (Football Insider)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (22) vill fara frá Paris St-Germain þegar samningur hans við franska stórliðið rennur út næsta sumar. (RMC Sport)

Raheem Sterling (26) er ekki hrifinn af því að fara til Tottenham sem hluti af tilboði Manchester City í Harry Kane (27). (ESPN)

Chelsea mun reyna að kaupa spænska framherjann Gerard Moreno (29) frá Villarreal ef félagið getur ekki fengið norska sóknarmanninn Erling Haaland (20) frá Borussia Dortmund (Fichajes)

Real Madrid hefur áhyggjur af því að miðvörðurinn Raphael Varane (28) hafi þegar ákveðið að fara til Manchester United. (Metro)

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos (35) ætlar að hafna tilboðum frá Manchester United og Manchester City og ganga í raðir Paris St-Germain þegar samningur hans við Real Madrid rennur út í lok mánaðarins. (AS)

West Ham hefur áhuga á því að fá pólska markvörðinn Bartlomiej Dragowski (23) frá Fiorentina í sumar. Tottenham er einnig að spyrjast fyrir um hann. (Viola News)

Arsenal gæti selt franska miðvörðinn William Saliba (20) í sumar en félagið færist nær því að kaupa enska varnarmanninn Ben White (23). (Football London)

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sýnir mikinn áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Javi Galan (26) frá Huesca en fær samkeppni frá Atletico Madrid og Sevilla. (Mundo Deportivo)

Wolves og West Ham hafa áhuga á enska varnarmanninum James Tarkowski (28) sem er að fara í lokaár samnings síns á Turf Moor. (Telegraph)

Leicester City er einnig að horfa til Tarkowski en ólíklegt er að West Ham muni gera tilboð. (Mail)

Brighton segir að enginn hafi spurst fyrir um Graham Potter, stjóra liðsins, en Potter ku vera á blaði hjá Tottenham. (Argus)

Stoke City hefur tekið 12 milljóna punda tilboði frá Burnley í írska varnarmanninn Nathan Collins (20). (Athletic)

Brighton, Burnley, Newcastle og Southampton hafa áhuga á Nathaniel Phillips, varnarmanni Liverppol. (Goal)

Barcelona ætlar að losa sig við brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho (29) í sumar. Everton og Arsenal eru meðal félaga sem fylgjast með því hvernig honum gengur að jafna sig eftir meiðsli. (Sport)

Newcastle vill fá enska miðjumanninn Jacop Murphy (26) til að skrifa undir nýjan langtímasamning. Samningur hans rennur út eftir ár og áhugi á honum er að aukast. (Sky Sports)

Nýliðar Norwich í ensku úrvalsdeildinni vilja fá skoska landsliðsmiðjumanninn Billy Gilmour (20) á eins árs lánssamningi frá Chelsea. (Mail)

Barnsley, Nottingham Forest og fleiri félög í ensku Championship-deildinni hafa áhuga á danska miðjumanninum Emiliano Marcondes (26) en samningur hans við Brentford er að renna út. (Mail)

Kólumbíski sóknarmaðurinn Aldredo Morelos (25) hjá Rangers gti verið á förum en Porto er líklegasti áfangastaðurinn. Mais Transferencias)
Athugasemdir
banner
banner
banner