Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. ágúst 2019 13:10
Elvar Geir Magnússon
Dele Alli farinn að æfa að fullu - Lo Celso þarf tíma
Verður Dele Alli með á sunnudag?
Verður Dele Alli með á sunnudag?
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er að búa sína menn í Tottenham undir leik gegn Newcastle á sunnudag.

Tanguy Ndombele verður ekki með Tottenham í leiknum á sunnudag vegna minniháttar meiðsla. Dele Alli er farinn að æfa aftur að fullu.

Son Heung-min er kominn aftur úr leikbanni en Sessegnon og Foyth eru enn meiddir.

Pochettino var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort Dele Alli væri leikfær fyrir sunnudag?

„Það er ein æfing eftir fram að leik og svo verður ákvörðun tekin," sagði Pochettino.

Argentínumaðurinn Giovani Lo Celso sem keyptur var frá Real Betis er ekki klár í slaginn að mati Pochettino.

„Þetta er ekki auðvelt með hann. Hann fékk lengra frí eftir Copa America og náði ekki ráðlögðu undirbúningstímabili. Hann æfði ekki mikið. Hann er að æfa vel en það er enn lengra í land en við reiknuðum með. Við þurfum að gefa honum tíma og setja ekki of miklar væntingar á hann til að byrja með," segir Pochettino.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner