Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   fös 23. ágúst 2024 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik hafnaði tilboði frá Mjöndalen
Obbekjær
Obbekjær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnað tilboði norska félagsins Mjöndalen í danska miðvörðinn Daniel Obbekjær.

Daniel er 22 ára og uppallinn hjá OB. Hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið frá 07 Vestur í Færeyjum.

Daniel hefur einungis komið við sögu í fimm leikjum í Bestu deildinni í sumar og hefur skorað tvö mörk, sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið.

Hann er á eftir þeim Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni.

Mjöndalen er í leit að miðverði til að koma inn í byrjunarliðið. Liðið er í fallbaráttu í norsku B-deildinni.

Breiðablik hefur áður verið í viðskiptum við Mjöndalen því haustið 2021 keypti Breiðablik Dag Dan Þórhallsson af félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner