Ólafur Brynjólfsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Gróttu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Grótta endaði í 2. sæti í 2. deild karla í sumar og mun því leika í 1. deild að ári.
Grótta endaði í 2. sæti í 2. deild karla í sumar og mun því leika í 1. deild að ári.
Fréttatilkynning frá Gróttu
Í gær tilkynnti Ólafur Brynjólfsson stjórn knattspyrnudeildar og leikmönnum Gróttu að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Ástæður eru af persónulegum toga og hyggst Ólafur taka sér frí frá þjálfun.
Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf síðustu tvö keppnistímabil og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Undir stjórn Ólafs tryggði Grótta sér sæti í 1. deild á nýjan leik eftir þriggja ára veru í 2. deild.
Hilmar S Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu
Athugasemdir