Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Dortmund ætlar ekki að selja Sancho til Man Utd
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Borussia Dortmund eru hissa á tilraunum Manchester United til að fá Jadon Sancho til félagsins.

Sancho hefur verið orðaður við United í marga mánuði og talað er um að félagið gæti lagt fram tilboð áður en félagaskiptaglugginn lokar 5. október.

Dortmund gaf United tíma til 10. ágúst til að ná samningum en ekkert gerðist þá.

Sky Sports segir í dag að staðan sé óbreytt hjá Dortmund og félagið ætli ekki að selja Sancho, jafnvel þó tilboð komi í hann á næstunni.

Þá segir Sky Sports að forráðamenn Dortmund séu hissa á að United sé ennþá með Sancho sem skotmark í þessum félagaskiptaglugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner