Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. september 2021 12:10
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Breiðabliks - Gísli í banni
Árni Vilhjálmsson og Kristinn Steindórsson fallast í faðma.
Árni Vilhjálmsson og Kristinn Steindórsson fallast í faðma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason.
Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þarf að vinna HK og treysta á að Víkingar misstígi sig gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn. Jafntefli dugar Blikum ef Víkingar tapa gegn Leikni.

Breiðablik mætir HK á Kópavogsvelli en þegar liðin áttust við í Kórnum fyrr á tímabilinu unnu Blikar 3-2 útisigur þar sem Kristinn Steindórsson, Thomas Mikkelsen (víti) og Andri Rafn Yeoman skoruðu mörkin.



Sjálfstæðismaðurinn Gísli Eyjólfsson verður ekki með Breiðabliki þar sem hann tekur út leikbann. Fótbolti.net spáir því að Davíð Örn Atlason muni koma inn í bakvörðinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson færast á vænginn.

Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner