Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   lau 23. september 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Eze í forgangi
Eze er kominn með eitt mark og tvær stoðsendingar í sex leikjum á tímabilinu.
Eze er kominn með eitt mark og tvær stoðsendingar í sex leikjum á tímabilinu.
Mynd: EPA

Crystal Palace er komið í samningsviðræður við lykilleikmann sinn Eberechi Eze sem var meðal annars orðaður við Manchester City í sumar.


Palace ætlar að bjóða Eze nýjan risasamning í tilraun sinni til að halda honum innan sinna raða, en núverandi samningur leikmannsins rennur út sumarið 2025.

Félagið lítur á Eze sem framtíðarstjörnu hjá sér og sem arftaka fyrir Wilfried Zaha sem skipti yfir til Tyrklands á frjálsri sölu í sumar. Viðræðurnar við Eze eru því forgangsmál hjá félaginu í haust.

Eze er 25 ára kantmaður sem getur einnig spilað í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann. Hann lék 15 leiki fyrir U21 og U20 landslið Englands og á tvo leiki að baki fyrir A-landsliðið.

Eze hefur í heildina komið að 29 mörkum í 99 leikjum hjá Palace, en þar áður var hann mikilvægur hlekkur í liði QPR í Championship deildinni.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner