Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2020 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Hodgson: Vont að missa gæðaleikmenn
Roy Hodgson
Roy Hodgson
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var vonsvikinn með 1-0 tapið gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Palace spilaði án Wilfried Zaha í kvöld sem greindist með kórónuveiruna en Hodgson tilkynnti það fyrir leik.

Zaha hefur verið þeirra öflugasti maður í sóknarleiknum og ljóst að liðið var töluvert veikara án hans.

„Við spiluðum vel í seinni hálfleik. Það var óheppilegt að fá þetta fyrsta mark á okkur en við gáfum ekki mörg færi á okkur fyrir utan markið. Þeir náðu svo að halda út í síðari," sagði Hodgson.

„Það er alltaf vont að missa gæða leikmenn. Það vantar fyrirliðann og James McCarthy líka þannig auðvitað söknum við þess að hafa þá en það er ekki mikið sem við getum gert í þessu," hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner