Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. nóvember 2021 10:03
Elvar Geir Magnússon
Segir banana ummælin ekki hafa verið kynþáttafordóma
Felix Afena-Gyan.
Felix Afena-Gyan.
Mynd: EPA
Felix Afena-Gyan, ungstirni Roma, segist ekki hafa móðgast yfir ummælum sem heyrast í myndbandinu þegar hann fær skó í gjöf frá Jose Mourinho.

Mourinho stóð við loforð og gaf þessum átján ára leikmanni rándýra skó eftir að hann hafði komið inn af bekknum um helgina og tryggt Roma sigur.

Þegar Afena-Gyan er að opna kassann heyrist einhver rödd í bakgrunni segja: „Það eru bananar í kassanum"

Margir hneyksluðust á samfélagsmiðlum og töluðu að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða. Afena-Gyan svaraði umræðunni á Instagram.

„Ég móðgaðist ekki og tel ekki að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða. Frá fyrsta degi hjá félaginu hef ég fengið frábærar móttökur frá öllum, ég er einn af fjölskyldunni. Ég er rosalega oft að borða banana og það hefur orðið gríni milli okkar stundum. Þessi ummæli voru dæmi um það," segir Afena-Gyan.

Afena-Gyan kom inn af bekknum gegn Genoa þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan markalaus. Hann skoraði tvívegis eftir innkomuna og Roma vann 2-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner