Kjartan Kári Halldórsson er orðinn leikmaður Haugesund í Noregi. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið.
„Hann fór á reynslu til félagsins og heillaði. Það voru mörg lið heima sem vildu fá hann," segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Kjartans, í samtali við Fótbolta.net.
Kjartan mætir til æfinga hjá Haugesund, sem er í tíunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, eftir áramót.
Kjartan var markahæsti leikmaður Lenjgudeildarinnar í sumar, skoraði sautján mörk í nítján leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður hennar hér á Fótbolti.net. Tímabilið 2021 skoraði hann átta mörk í nítján leikjum.
Kjartan getur leyst margar stöður fram á við og á að baki þrettán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var í síðasta mánuði valinn í æfingahóp U21 landsliðsins.
Það verður fróðlegt að fylgjast með ferli hans í Noregi og í framhaldinu af því.
— FK Haugesund (@FKHaugesund) November 23, 2022
Athugasemdir