Afríkukeppnin er komin á fullt og verða fjórir leikir á dagskrá í keppninni í dag.
Kongó og Benin mætast klukkan 12:30 í D-riðli og klukkan 15:00 mætast Senegal og Botswana í sama riðli.
Nígería, sem hafnaði í öðru sæti á síðasta móti, spilar við Tanzaníu klukkan 17:30 í C-riðli og þá spilar Túnis við Úganda í lokaleik dagsins klukkan 20:00.
Leikir dagsins:
12:30 Kongó - Benin
15:00 Senegal - Botswana
17:30 Nígería - Tanzania
20:00 Túnis - Uganda
Athugasemdir



