Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   þri 23. desember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lykilmaður Njarðvíkur framlengir
Mynd: Njarðvík
Oumar Diouck, lykilmaður Njarðvíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið út 2028.

Diouck er 31 árs gamall framherji sem hefur skorað 70 mörk í 115 leikjum með Njarðvík.

Hann kom til Njarðvíkur árið 2022 og hjálpaði liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

Í sumar átti hann stóran þátt í besta árangri í sögu Njarðvíkur er liðið hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar og var hann markahæstur í deildinni með 15 mörk ásamt Sigfúsi Fannari Gunnarssyni hjá Þór.

Hann ætlar að taka slaginn áfram með Njarðvíkingum en hann hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning.

Diouck kom fyrst til landsins árið 2020 og spilaði tvö ár með KF áður en hann skipti yfir í Njarðvík.
Athugasemdir
banner
banner
banner