Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 24. janúar 2020 17:38
Ívan Guðjón Baldursson
Katar: Al-Arabi tapaði fyrir toppliðinu
Al-Arabi er með 18 stig eftir 13 umferðir.
Al-Arabi er með 18 stig eftir 13 umferðir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al-Arabi 1 - 3 Al-Duhail
0-1 Ali Almoez ('4)
1-1 Hamdi Haraboui ('19, víti)
1-2 Edmilson Junior ('33)
1-3 Ali Almoez ('95)
Rautt spjald: Al-Abdulrahman, Al-Arabi ('80)

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al-Arabi tapaði fyrir toppliði Al-Duhail í katarska boltanum í dag.

Ali Almoez kom gestunum yfir snemma leiks en Hamdi Haraboui jafnaði úr vítaspyrnu á 19. mínútu.

Edmilson Junior kom Al-Duhail yfir á nýjan leik og var staðan 1-2 í leikhlé.

Ekkert var skorað næstu 40 mínúturnar og fékk Fahad Al-Abdulrahman rautt spjald á 80. mínútu.

Tíu leikmenn Al-Arabi leituðu að jöfnunarmarki og skildu vörnina eftir galopna, sem gerði Almoez kleift að tryggja sigurinn í uppbótartíma.

Mehdi Benatia og Mario Mandzukic, fyrrum leikmenn Juventus, eru báðir á mála hjá Al-Duhail, sem er með fimm stiga forystu á toppinum.

Al-Arabi er í fimmta sæti með 18 stig, sex stigum frá þriðja sætinu sem gefur þátttökurétt í asísku Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner