Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 24. janúar 2023 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla sér að tefla fram liði sem getur barist á toppnum - „Þarf mikið að ganga upp"
KR er ekki að fara að breytast, þó að við höfum endað í 4. sæti í fyrra þá erum við ennþá að berjast um að vera lið sem nær Evrópusæti eða getur barist um titla.
KR er ekki að fara að breytast, þó að við höfum endað í 4. sæti í fyrra þá erum við ennþá að berjast um að vera lið sem nær Evrópusæti eða getur barist um titla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pontus kom inn í lið KR í fyrra.
Pontus kom inn í lið KR í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki meiddist á undirbúningstímabilinu í fyrra og var lengi frá.
Kristján Flóki meiddist á undirbúningstímabilinu í fyrra og var lengi frá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas glímdi við meiðsli á síðasta tímabili og var töluvert frá sínu besta.
Finnur Tómas glímdi við meiðsli á síðasta tímabili og var töluvert frá sínu besta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í komandi tímabil.

Liðið endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili. Nokkrir leikmenn eru hættir, nokkrir farnir annað og einungis einn leikmaður á meistaraflokksaldri kominn inn. Sér Rúnar fram á að geta veitt bestu liðum á Íslandi samkeppni?

Voru alltof stór högg
„Já, við reynum það alltaf í KR, við munum alltaf reyna að tefla fram liði sem getur barist á toppnum og við ætlum að gera það aftur í sumar. Svo verður að koma í ljós hvort það heppnist, það þarf mikið að ganga upp, við þurfum að fá okkur einhverja leikmenn og ná að púsla saman góðu liði. Við erum með mjög góða beinagrind af liði sem endaði tímabilið í fyrra vel. Við viljum byggja ofan á það og reyna halda öllum leikmönnum heilum."

„Fjórir lykilmenn í liðinu misstu mikið úr í fyrra, það voru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Tómas Pálmason, Kristinn Jónsson og Kristján Flóki Finnbogason. Kristján Flóki missti af tæplega tuttugu leikjum af 27 og hinir þrír misstu allir af 11, 12 og 13 leikjum - eitthvað slíkt. Það er alltof mikið. Þetta eru þrír lykilmenn úr Íslandsmeistaraliðinu 2019. Það er alltof mikið fyrir okkur og það var mjög erfitt að púsla saman liði."

„Leikmaður eins og Pontus Lindgren sem var hugsaður til framtíðar spilaði stóran hluta mótsins. Það var gott fyrir hann og hann stóð sig vel, en ég hefði viljað hafa Kennie - Finn Tómas - Arnór Svein og Kristin Jónsson alla fjóra. Þá hefðum við gert betur. Þetta voru alltof stór högg fyrir okkur."

„Þú þarft að vera smá heppinn með meiðsli og annað slíkt. Við þurfum líka að fara í naflaskoðun af hverju það voru svona mikil meiðsli. Vonandi náum við að halda mönnum heilum og getum spilað á fyrstu 11-15 leikmönnum meirihluta mótsins. Þá nærðu meira jafnvægi á það sem þú ert að gera, í stað þess að þurfa mögulega að færa menn til og púsla einhverju saman."

„Við viljum vera með lið sem getur tekið þátt í að berjast um eitthvað í sumar. KR er ekki að fara að breytast, þó að við höfum endað í 4. sæti í fyrra þá erum við ennþá að berjast um að vera lið sem nær Evrópusæti eða getur barist um titla. Við stefnum þangað og svo verðum við að sjá til þegar nær dregur móti hvort við sem við séum með nægilega gott lið í það. En ég hef fulla trú á því."


Gott fyrir sjálfstraustið
KR vann 3-0 sigur á Víkingi í Reykjavíkurmótinu um helgina. Hvaða þýðingu hefur sá sigur?

„Allir leikir skipta máli. Við erum að vinna í ákveðnum þáttum í æfingaprógraminu okkar og það sem við gerðum um helgina heppnaðist bara mjög vel. Við vorum mjög sáttir við það að sigra með þunnskipaðan hóp, bara 2. flokks strákar á bekknum og þeir sem komu inn stóðu sig gríðarlega vel og fengu dýrmætar mínútur. Þetta kannski hjálpar okkur að skerpa hópinn."

„Jú jú, það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að vinna lið sem margir telja eitt af tveimur eða þremur bestu liðum á Íslandi. Víkingur hefur verið að spila vel undanfarin ár og eru með gríðarlega stóran og breiðan hóp. Við sjáum alveg að við getum unnið þá."

„Það er jákvætt, þó svo að Reykjavíkurmótið sé kannski ekki alveg það sem gefur okkur alveg rétta mynd af öllu sem gerist í þessu. Við töpuðum fyrir Fylki um daginn og svo tapaði Fylkir fyrir ÍR. Þetta eru æfingaleikir, menn eru að prófa ýmislegt og þá kannski veit maður ekki alveg hvernig fer. Við vorum samt ánægðir með okkar spilamennsku."


Færeyingurinn Hallur Hansson meiddist illa á síðasta tímabili, meiddist í september og var talað um 9-12 mánaða fjarveru. Er eitthvað nýtt að frétta af honum?

„Nei. Hann er í Færeyjum, er í endurhæfingu og lítið af honum að frétta þannig séð," sagði Rúnar að lokum.

Komnir
Luke Rae frá Gróttu

Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur

Annað úr viðtalinu við Rúnar:
„Ánægður að þetta sé í höfn" - Fleiri á leiðinni í KR
Mikill söknuður af Beiti - „Reyndist KR ofboðslegur fengur"
Athugasemdir
banner