Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 24. janúar 2023 10:17
Elvar Geir Magnússon
„Leikstíll Dyche hentar Everton“
Er Sean Dyche besti kosturinn fyrir Everton?
Er Sean Dyche besti kosturinn fyrir Everton?
Mynd: EPA
Everton er í stjóraleit eftir að Frank Lampard var rekinn í gær. Marcelo Bielsa, fyrrum stjóri Leeds, og Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, eru taldir líklegastir samkvæmt veðbönkum.

Kevin Campbell, fyrrum sóknarmaður Everton, segir að brottrekstur Lampard „beini stækkunargleri“ að félaginu og stjórn þess. Stuðningsmenn liðsins hafa verið að mótmæla hæstráðendum á Goddisin Park.

„Úrslitin urðu Frank Lampard að falli að lokum en nú beinist stækkunargler að félaginu og stjórnin verður dæmd á því sem gerist næst. Það eru nóg af leikjum framundan til að halda liðinu uppi en ráðningin verður rosalega mikilvæg," segir Campbell.

„Hvað erum við að tala um, átta stjóra á tíu árum? Það segir allt sem segja þarf. Það er alltof mikið. Það þarf að vera eitthvað plan."

„Sean Dyche hefur áður verið orðaður við félagið. Ég tel að hans stíll og hvernig hann vill spila fótbolta henti Everton og stuðningsmönnum. Stuðningsmenn vilja sjá lið sem er vinnusamt og árásargjarnt, lið sem vinnur boltann á vallarhelmingi andstæðingana, berst, er vel skipulagt og gerir andstæðingunum erfitt fyrir."

„Það myndi hjálpa Everton núna en mikilvægast er að næsti stjóri muni setja þrýsting á stjórnina að gera það sem þarf að gera til að koma hlutunum í réttan farveg."

Everton er í fallsæti, markatölunni frá neðsta sætinu. Hér má sjá stöðuna í deildinni:
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner