Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 24. janúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Markvarðaþjálfari Bayern og besti vinur Neuer rekinn fyrir að brjóta trúnað
Toni Tapalovic.
Toni Tapalovic.
Mynd: Getty Images
Bayern München hefur rekið Toni Tapalovic sem markvarðaþjálfara félagsins en hann var að leka samræðum milli þjálfarateymisins í leikmannahópinn. Tapalovic er náinn vinur markvarðarins Manuel Neuer.

Tapalovic var rekinn skyndilega í gær en félagið gaf þá skýringu að það hefði komið upp ágreiningur í samstarfinu.

Tapalovic er 42 ára og var svaramaður í brúðkaupi Neyer. Hann starfaði hjá Bayern frá 2011 og hefur fengið hrós fyrir að byggja Neuer upp í að vera einn besti markvörður heims.

Bild segir að Julian Nagelsmann, stjóri Bayern, hafi orðið pirraður þegar hann komst að því að samræður milli þjálfarateymisins væru að leka til Neuer og þaðan inn í klefann til annarra leikmanna.

Neuer sjálfur hefur sagt að Tapalovic sé brautryðjandi í þjálfun nútíma markvarða og að auki frábær persóna.

Sjálfur er Neuer frá út tímabilið en hann fótbrotnaði í skíðaferð eftir að Þýskaland féll úr leik á HM í Katar. Neuer er 37 ára og framtíð hans sem aðalmarkvörður Bayern er talin í hættu.

Bayern er með fimm stiga forystu á toppi þýsku Bundesligunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner