Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. febrúar 2021 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómarinn dæmdi dýfu en ekkert gult spjald
Mynd: Getty Images
Real Madrid er í frábærum málum eftir fyrri leik sinn við Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Real Madrid vann útileikinn 0-1 í kvöld þar sem Ferland Mendy skoraði sigurmarkið með hægri fæti af löngu færi á 86. mínútu leiksins.

Spænska stórveldið var einum fleiri frá 17. mínútu eftir að Remo Freuler fékk að líta beint rautt spjald fyrir að brjóta á Mendy. Brotið var ekki ljótt en dómarinn mat það svo að hann hefði verið að ræna Real Madrid upplögðu marktækifæri.

Hægt er að sjá myndband af brotinu hérna.

Atalanta-menn voru ósáttir við það að Casemiro, miðjumaður Real Madrid, hefði ekki verið rekinn af velli í síðari hálfleik fyrir augljósa dýfu. Dómarinn dæmdi brot en ákvað að gefa honum bara viðvörun frekar en gult spjald. Casemiro var þá á gulu spjaldi.

Real Madrid kláraði leikinn með 11 inn á vellinum og náði að skora sigurmarkið undir lokin, eftir að Casemiro hafði fengið viðvörun hjá dómaranum.

Casemiro mun missa af seinni leiknum út af uppsöfnuðum gulum spjöldum í Meistaradeildinni.



Athugasemdir
banner
banner