Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   lau 24. febrúar 2024 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Arsenal fór illa með Newcastle
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Arsenal 4 - 1 Newcastle
1-0 Sven Botman ('18 , sjálfsmark)
2-0 Kai Havertz ('24 )
3-0 Bukayo Saka ('65 )
4-0 Jakub Kiwior ('69 )
4-1 Joseph Willock ('84 )


Arsenal fór ansi illa með Newcastle á Emirates í kvöld.

Newcastle kom ekki skoti að marki í fyrri hálfleik og Sven Botman varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Arsenal í forystu.

Loris Karius var í marki Newcastle vegna veikinda Martin Dubravka en hann varði skalla frá Gabriel en boltinn fór í Botman og í netið. Stuttu síðar bætti Kai Havertz við öðru markinu.

Bukayo Saka bætti þriðja markinu við áður en Jakub Kiwior negldi síðasta naglann í kistu Newcastle með skalla eftir hornspyrnu en ekkert lið hefur skorað jafn mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og Arsenal á tímabilinu.

Leikmenn Arsenal slökuðu á undir lok leiksins og Joe Willock sem var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun nóvember tókst að klóra í bakkann en nær komust þeir ekki.

Þetta var sjötti deildarsigur Arsenal í röð.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 14 8 4 2 31 15 +16 28
3 Arsenal 14 8 4 2 28 14 +14 28
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
8 Brighton 14 6 5 3 23 20 +3 23
9 Fulham 14 6 4 4 21 19 +2 22
10 Bournemouth 14 6 3 5 21 19 +2 21
11 Tottenham 14 6 2 6 28 15 +13 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 14 4 3 7 18 27 -9 15
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
17 Leicester 14 3 4 7 19 28 -9 13
18 Ipswich Town 14 1 6 7 13 25 -12 9
19 Wolves 14 2 3 9 22 36 -14 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner