Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. mars 2023 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann átti einu sinni Tottenham treyju
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Tottenham ætlar sér að ræða við Julian Nagelsmann á næstunni. Félagið hefur áhuga á því að ráða hann sem stjóra.

Antonio Conte verður líklega rekinn úr stjórastarfinu hjá Tottenham á næstu dögum eftir að hafa farið mikinn á fréttamannafundi um síðustu helgi.

Búið er að reka hinn 35 ára gamla Nagelsmann frá Bayern, þó félagið eigi eftir að staðfesta það. Þýska stórveldið er með miklar kröfur og það var of slæmt að vera einu stigi frá toppnum á þessum tímapunkti á leiktíðinni.

Telegraph greinir frá því að Spurs sé strax farið að horfa til Nagelsmann. Tottenham hefur áður rætt við hann en þá gekk það ekki upp.

Nagelsmann er sagður hrifinn af Tottenham og átti hann einu sinni treyju félagsins. Það yrði mjög spennandi ráðning fyrir Spurs að fá Nagelsmann inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner