Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2023 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Versta byrjun Íslands frá upphafi
Icelandair
Þjálfararnir fyrir leikinn í gær.
Þjálfararnir fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland byrjaði undankeppnina fyrir EM 2024 á skelfilegu tapi gegn Bosníu í gær, 3-0.

Íslenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum.

Tölfræðisnillingurinn Óskar Ófeigur Jónsson tekur það saman í grein á Vísi að þetta sé versta byrjun í sögu íslenska karlalandsliðsins í undankeppni Evrópumóts.

„Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum," segir í grein Óskars.

Þetta er önnur undankeppni Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara, en liðið byrjaði síðustu undankeppni á því að tapa líka 3-0 en þá gegn Þýskalandi.
Hörmungarnar í Bosníu gerðar upp með Einari Guðna
Athugasemdir
banner
banner