Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 24. maí 2016 21:18
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Auðvitað erum við ekki sátt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur. Baráttuleikur og stöðubarátta allan tímann. Rosalega lítið um færi“, sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli liðsins við Þór/KA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Þór/KA

„Auðvitað viljum við alltaf vinna þannig að við erum ekki sátt við þetta en þetta er bara niðurstaðan og við verðum bara að taka þetta stig og halda áfram.“

Leikurinn var lokaður og lítið um færi en Þorsteinn átti ekki skýringar á því af hverju Blikum hefði ekki tekist að skapa sér fleiri marktækifæri.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að skoða leikinn. Ég þarf að horfa á hann aftur og meta það en það gekk illa að láta boltann ganga. Í fyrri hálfleik fengum við reyndar fínar opnanir en mér fannst við oft geta gert betur í stöðunni. Við fengum fínar stöður og vorum klaufar í hröðu upphlaupunum og síðustu sendingunni. Við náðum að opna þær í nokkur skipti í fyrri hálfleik en sjaldan í seinni hálfleik og í raun og veru aldrei.“

„Mér þætti reyndar gaman að sjá þessa rangstöðu sem var dæmd á Fanndísi,“
bætti Þorsteinn við. „Það væri áhugavert að sjá það. Ég get reyndar ekki metið það. Ég var ekki í nógu góðri stöðu til að sjá það en fólkinu í stúkunni fannst hún vera réttstæð. Það verður áhugavert að sjá það. Þar er komið dauðafæri.“

Ríkjandi Íslandsmeistararnir hafa farið rólega af stað í stigasöfnun þetta sumarið og gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum eftir sigur í fyrstu umferð. Þorsteinn segist ekki sáttur við uppskeruna en ætlar ekki að staldra við svekkelsið heldur horfa fram á veginn.

„Auðvitað erum við ekkert sátt við jafntefli í síðustu tveimur leikjum. Langt því frá. En við getum ekki breytt því í dag og það er bara næsti leikur. Það er það eina sem við getum verið að horfa á.“
Athugasemdir
banner
banner
banner