Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 24. maí 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju er hann kallaður Stubbur?
Stubbur.
Stubbur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Már Auðunsson hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi Max-deildina.

Um er að ræða eina af skemmtilegustu sögum sumarsins. Það sem er ekki skemmtilegt við hana er að Kristijan Jajalo, aðalmarkvörður KA, meiddist rétt fyrir mót. Steinþór kom til KA fyrir tímabilið frá Magna og hann fékk traustið. Hann hefur staðið sig gríðarlega og verið einn af betri markvörður Pepsi Max-deildarinnar í sumar, ef ekki sá allra besti.

Steinþór er uppalinn hjá KA en hefur aldrei spilað í efstu deild fyrr en núna. Hann hefur spilað í 1. og 2. deild síðustu ár með Magna, Dalvík/Reyni, Þór og Völsungi.

Núna er hann búinn að slá í gegn í Pepsi Max-deildina og margir örugglega að velta fyrir sér gælunafni hans. Hann er ávallt kallaður Stubbur. Hann var spurður út í það í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigur á Stjörnunni í kvöld.

„Það er löng saga. Það fengu allir gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan og þar sem ég var langyngstur að spila upp fyrir mig, þá fékk ég nafnið 'Stubbur'. Ég var stærstur en það áttu allir að vera með kaldhæðnislegt gælunafn. Því miður festist mitt," sagði hann við Stefán Árna Pálsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner