
„Ég er rosalega ánægður með þetta. Ég hefði viljað skora fleiri mörk, ekki hleypa þessu í einhverja pressu sem þetta var orðið. En stelpurnar kláruðu þetta svo vel í restina," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals eftir 4-2 sigur á FH í Pepsi-deild kvenna í dag.
„Mér fannst við alltaf miklu sterkari aðilinn."
„Mér fannst við alltaf miklu sterkari aðilinn."
Lestu um leikinn: FH 2 - 4 Valur
„Ég er sáttur við þessi fjögur færi sem við nýttum en svona er þetta stundum í fótbolta. Stundum skorar maður alltaf og stundum skorar maður ekki, þannig er þetta bara."
Valur tapaði gegn Stjörnunni 9. maí en hefur unnið alla sína leiki síðan þá. Liðið er búið að vinna sex og er í öðru sæti.
„Það er alltaf verið að tala um þennan Stjörnuleik," sagði Pétur og hló.
„Það er búið að vera mikið af mörkum og spilamennskan hefur verið í fínu lagi þó það hafi kannski verið hægt á grasinu í dag, rigningin kom um leið og leikurinn var búinn."
„Ég hefði viljað vinna alla leikina, en þetta eru erfiðir leikir sem þú ert að spila, sama á móti hverjum það er."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir